Tala látinna komin í 45 þúsund Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2023 08:05 Hakan Yasinoglu er einn þeirra þriggja sem bjargað var úr rústum í Tyrklandi í gær. Hann hafði þraukað í 248 klukkstundir í rústunum. Mustafa Yilmaz/Getty Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira