Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 22:00 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira