Heita kartaflan Sigmar Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2023 10:30 Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun