Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 08:18 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill eiga orð í eyra Xi Jinpings, forseta Kína, vegna friðaráætlunar Kínverja. Vísir/EPA Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn. Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn.
Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54