Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Nimala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, (t.h.) með Jim Chalmers, áströlskum starfsbróður sínum, á G20-fundinum sem lauk í Bengaluru í dag. AP/fjármálaráðuneyti Indlands Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag. Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja. Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja.
Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54