Tinubu leiðir en deilt um talningu í nígerísku forsetakosningunum Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 10:54 Bola Tinubu var frambjóðandi stjórnarflokksins APC. AP Nígeríumenn bíða enn eftir að fá skýra mynd af því hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Búið er að birta niðurstöður í fjórtán af 36 ríkjum og er Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC og fyrrverandi ríkisstjóri Lagos, með um 44 prósent atkvæða þar sem niðurstöður liggja fyrir. Þar er þó um að ræða lágt hlutfall af heildarfjölda atkvæða. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir. Nígería Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir.
Nígería Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira