Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 23:50 Atvikið varð um borð í farþegaþotu United í gær. Nicolas Economou/Getty Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær. Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“