Ákæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 08:44 Atburðurinn átti sér stað í kennslustofu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu 6. janúar. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins. Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Drengurinn hafði níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í Richneck-grunnskólann í bænum Newport News 6. janúar. Hann dró vopnið upp og skaut Abigail Zwerner, 25 ára gamlan kennara sinn, í höndina og brjóstið eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ þeirra. Hún komst lífs af. Howard Gwynn, saksóknari í Newport News, segir ólíklegt að drengurinn verði ákærður enda sé það erfiðleikum bundið að rétta yfir sex ára gömlu barni sem sé of ungt til þess að skilja réttarkerfið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Markmið okkar er ekki að gera bara eitthvað eins hratt og hægt er. Þegar við höfum farið ofan í saumana á öllum staðreyndum málsins ákærum við hvern þann eða hverja þá sem við teljum hafið yfir skynsamlegan vafa að hafi framið glæp,“ sagði Gwynn við NBC-sjónvarpsstöðina. Sagður hafa skotið kennarann af ásettu ráði AP-fréttastofan segir að lög í Virginíu heimili að börn geti verið sótt til saka. Almennt sé þó litið svo á að börn yngri en sjö ára séu of ung til að vera ákærð þar sem þau séu ekki fær um glæpsamlegan ásetning. Saksóknarar þyrftu enn fremur að geta sýnt fram á að barnið hafi áttað sig á alvarleika brotsins, skipulagt það og framkvæmt. Byssan er í eigu móður drengsins sem keypti hana löglega, að sögn lögreglu. Lögmaður hennar fullyrðir að byssunni hafi verið læst og hún geymd í hárri skápskúffu. Zwerner stefndi skólayfirvöldum vegna atviksins. Drengurinn skaut hana einu sinni en kúlan hæfði hana bæði í höndina og brjóstið. Henni tókst að smala hinum börnunum út úr skólastofunni áður en hún var flutt í flýti á sjúkrahús. Lögregla segir að drengurinn hafi skotið kennarann viljandi. Enginn fyrirvari hafi verið að því og engin átök á milli kennarans og drengsins. Fjölskylda drengsins sagði í yfirlýsingu eftir árásina að hann glímdi við alvarlega fötlun. Foreldrar hans hafi þurft að fylgja honum í skólann og kennslustundir á hverjum degi samkvæmt meðferðaráætlun drengsins. Árásin átti sér stað fyrstu vikuna sem foreldrar hans voru ekki með honum í tíma. Drengurinn er sagður njóta viðeigandi meðferðar á heilbrigðisstofnun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31