Glæpagengi biðst afsökunar á morðum og mannráni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2023 08:02 Málið hefur valdið nokkurri spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó. Getty/Hector Vivas Erlendir miðlar hafa greint frá því að hópur sem klauf sig úr mexíkóska Flóa-fíkniefnahringnum og kallar sig Sporðdrekagengið hafi beðist afsökunar á því að hafa rænt fjórum Bandaríkjamönnum í síðustu viku og myrt tvo þeirra. Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þá hefur hópurinn afhent lögreglu fimm meðlimi hópsins sem eru sagðir hafa borið ábyrgð á morðunum. Dagblöð í Mexíkó hafa birt myndir af mönnunum fimm, þar sem þeir liggja á maganum, með bundnar hendur og stuttermabol yfir höfðinu. Myndirnar eru sagðar hafa verið teknar þegar lögregla koma að mönnunum. Fregnir herma að hjá þeim hafi fundist bréf frá Sporðdrekagenginu þar sem íbúar landamærabæjarins Matamoros, fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra eru beðin afsökunar. Í bréfinu segir að mennirnir hafi framið mannránið og morðin á eigin vegum og brotið gegn reglum gengisins um að „vernda líf saklausra“. Fjórmenningarnir virðast hafa verið fluttir á heilbrigðisstofnun í Matamoros af meðlimum gengisins en tveir létust skömmu síðar. Lík þeirra voru flutt aftur til Bandaríkjanna í gær. Fréttum ber ekki saman um ferð Bandaríkjamannanna til Mexíkó en upphaflega var greint frá því að um væri að ræða þrjá vini sem höfuð verið að fylgja fjórða í efnaskiptaaðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þrír af fjórum höfðu dóma á bakinu vegna fíkniefnatengdra brota. Reuters segir að verið sé að rannsaka hvort Bandaríkjamennirnir voru teknir vegna misskilnings; að meðlimir Sporðdrekagengisins hafi haldið að um væri að ræða samkeppnisaðila sem væri að reyna að sölsa undir sig yfirráðasvæði þess. Málið hefur valdið nokkrum titringi í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó og nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að stjórnvöld beiti hervaldi gegn mexíkóskum fíknefnagengjum. Þau köll hafa vakið hörð viðbrögð handan landamæranna.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira