Tvöfalt Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2023 17:01 Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun