Fullkomnunarárátta Viktor Örn Margeirsson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun