Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 18:10 Clearence Thomas hefur starfað við hæstarétt Bandaríkjanna frá árinu 1991 og er reynslumesti dómarinn við réttinn. Getty Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira