Einn virtasti vísindamaður heims rekinn úr starfi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Háskólinn í Córdoba. Þar stunda rúmlega 20.000 nemendur nám og 1.200 kennarar starfa við skólann. Nú hefur einn allra virtasti prófessor skólans verið rekinn fyrir að leyfa öðrum háskólum að nota nafn sitt þegar hann skrifar ritrýndar vísindagreinar. Wikimedia Commons Háskólinn í Córdoba á Spáni hefur rekið einn sinn virtasta vísindamann úr starfi fyrir að leyfa háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi að tengja sig við nafn hans. Vísindamaðurinn gefur út fræðigreinar á tveggja daga fresti að meðaltali og viðurkennir að hann notist við gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi. Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Situr ekki auðum höndum Spænski efnafræðingurinn Rafael Luque situr ekki auðum höndum. Hann hefur gefið út í kringum 700 fræðigreinar á ferlinum og á þremur fyrstu mánuðum þessa árs gaf hann út 58 fræðigreinar. Það er ein grein á 37 klukkustunda fresti. Hann er sérfræðingur í grænni efnafræði, sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um umhverfisvæna efnafræði. Undanfarin fimm ár hefur hann verið á lista yfir þá vísindamenn sem oftast er vitnað til í fræðaheimum. Háskólar um allan heim berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá slíka menn í lið með sér, þar sem það eitt og sér getur dugað til að koma háskólum á lista yfir bestu háskóla heims. Sem er gríðarlega mikilvægt þegar leita þarf fjárframlaga til að styðja við rannsóknir og annað háskólastarf. Leyfir öðrum háskólum að nota nafn sitt Rafael Luque er prófessor í fullu starfi við háskólann í Córdoba á Suður-Spáni, fæðingarborg sinni, en háskólinn hefur nú rekið hann úr starfi, og sett hann í 13 ára bann við skólann. Ástæðan er sú að hann tiltekur í fræðigreinum sínum að hann sé einnig fræðimaður við háskóla í Sádi Arabíu og Rússlandi. Þetta eru skólar sem hafa lagt áherslu á að laða þekkta vísindamenn að sínum skólum, t.a.m. lofaði háskólinn í Sádi Arabíu sem kenndur er við konunginn Saud, vísindamönnum 70.000 evrum, andvirði rúmlega 10 milljóna króna á ári, fyrir það eitt að segjast vera fræðimenn við skólann þegar þeir skrifi greinar. Notar gervigreind til að flýta fyrir sér Luque gaf út 110 greinar í fyrra og hefur á þessu ári, eins og fyrr segir, gefið út 58 greinar. Hann viðurkennir að hann noti gervigreindarforrit til að flýta fyrir sér. Háskólinn í Córdoba hefur hins vegar fengið sig fullsaddan af þessari miklu framleiðni sem og því að Luque láni eða selji háskólum í Sádi Arabíu og Rússlandi nafn sitt og hefur því rekið hann. Segir háskólann skjóta sig í fótinn Luque er kokhraustur, heldur því fram að hann hafi ekki aðhafst neitt misjafnt, allt sé þetta sprottið af einskærri öfund, og að háskólinn í Córdoba sé að skjóta sig í fótinn. Einu afleiðingar verði þær að skólinn húrri út af listanum yfir bestu háskóla í heimi.
Spánn Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira