Bein útsending: Hættu við fyrsta geimskot Starship í dag Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2023 10:30 SpaceX Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna að því að skjóta geimfarinu Starship út í geim í fyrsta sinn. Til þess verður Super Heavy, stærsta eldflaug heimsins notuð. Uppfært: Vegna vandræða með fyrsta stig Starship-kerfisins hefur verið hætt við geimskotið í dag. Þrátt fyrir það verður niðurtalningunni haldið áfram svo starfsmenn geti æft skotferlið. Ekki liggur fyrir hvenær verður reynt aftur. Það mun þó taka minnst tvo sólarhringa að gera Starship aftur klára fyrir geimskot. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Skotglugginn, eins og sá tímarammi sem hægt er að skjóta geimfarinu út í geim er kallaður, opnast klukkan eitt að íslenskum tíma, eftir að honum var frestað um klukkustund í nótt. Verði ekki hægt að skjóta geimfarinu á loft þá, vegna veðurs, bilunar eða af öðrum ástæðum, er glugginn opinn í tvo og hálfan tíma. Uppfært: Nú stendur til að skjóta geimfarinu á loft klukkan 13:20. Útsending SpaceX frá geimskotinu á að hefjast klukkan 12:15 en horfa má á hana í spilaranum hér að neðan. Ætla ekki að lenda geimfarinu að þessu sinni Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim. Eins og áður segir er Super Heavy stærri og kröftugri en gömlu Saturn V eldflaugarnar sem notaðar voru til að senda geimfara til tunglsins á árum áður. Eldflaugin er einnig stærri en N1 eldflaug Sovétríkjanna, sem fór þó aldrei á loft þrátt fyrir fjórar tilraunir. Starfsmenn SpaceX hafa skotið Starship margsinnis á loft en aldrei út í geim. Með þessum tilraunskotum hefur verið sýnt fram á að geimfarið þolir þá krafta sem reyna á það við geimskot og lendingu. Þá hafa tilraunaskotin sýnt að geimfarið getur rétt sig af og lent aftur á jörðinni. Að þessu sinni stendur þó hvorki til að reyna að lenda Starship í heilu lagi né eldflauginni. Eldflaugin á að snúa aftur til jarðar og stendur til að reyna að lenda henni, ef svo má segja, um þrjátíu kílómetra frá ströndum Texas-ríkis. Starship geimfarið mun hins vegar fara hring um jörðina í allt að 235 kílómetra hæð og á að falla í hafið norður af Havaí um níutíu mínútum eftir geimskotið. Líklegra að geimskotið misheppnist Markmið starfsmanna SpaceX er að læra eins mikið og mögulegt er af tilraunaskotinu, hvort sem það heppnast eða ekki. Í frétt SpaceFlightNow segir að SpaceX þurfi að rýma svæði í rúmlega sex kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Þá sé eldflaugin búin sérstökum öryggisbúnaði svo hún springi í loft upp fari hún af leið og ógni byggðum bólum. Elon Musk, eigandi SpaceX, sagði í gær að meiri líkur væri á því að geimskotið myndi misheppnast, þar sem starfsmenn SpaceX séu að reyna eitthvað sem sé mjög erfitt. Þá gæti þurft að fresta geimskotin vegna vinds. Sjá má tilkynningar frá SpaceX um skotið í glugganum hér að neðan. Tweets by SpaceX SpaceX Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. 12. apríl 2023 11:45 Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Uppfært: Vegna vandræða með fyrsta stig Starship-kerfisins hefur verið hætt við geimskotið í dag. Þrátt fyrir það verður niðurtalningunni haldið áfram svo starfsmenn geti æft skotferlið. Ekki liggur fyrir hvenær verður reynt aftur. Það mun þó taka minnst tvo sólarhringa að gera Starship aftur klára fyrir geimskot. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Skotglugginn, eins og sá tímarammi sem hægt er að skjóta geimfarinu út í geim er kallaður, opnast klukkan eitt að íslenskum tíma, eftir að honum var frestað um klukkustund í nótt. Verði ekki hægt að skjóta geimfarinu á loft þá, vegna veðurs, bilunar eða af öðrum ástæðum, er glugginn opinn í tvo og hálfan tíma. Uppfært: Nú stendur til að skjóta geimfarinu á loft klukkan 13:20. Útsending SpaceX frá geimskotinu á að hefjast klukkan 12:15 en horfa má á hana í spilaranum hér að neðan. Ætla ekki að lenda geimfarinu að þessu sinni Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim. Eins og áður segir er Super Heavy stærri og kröftugri en gömlu Saturn V eldflaugarnar sem notaðar voru til að senda geimfara til tunglsins á árum áður. Eldflaugin er einnig stærri en N1 eldflaug Sovétríkjanna, sem fór þó aldrei á loft þrátt fyrir fjórar tilraunir. Starfsmenn SpaceX hafa skotið Starship margsinnis á loft en aldrei út í geim. Með þessum tilraunskotum hefur verið sýnt fram á að geimfarið þolir þá krafta sem reyna á það við geimskot og lendingu. Þá hafa tilraunaskotin sýnt að geimfarið getur rétt sig af og lent aftur á jörðinni. Að þessu sinni stendur þó hvorki til að reyna að lenda Starship í heilu lagi né eldflauginni. Eldflaugin á að snúa aftur til jarðar og stendur til að reyna að lenda henni, ef svo má segja, um þrjátíu kílómetra frá ströndum Texas-ríkis. Starship geimfarið mun hins vegar fara hring um jörðina í allt að 235 kílómetra hæð og á að falla í hafið norður af Havaí um níutíu mínútum eftir geimskotið. Líklegra að geimskotið misheppnist Markmið starfsmanna SpaceX er að læra eins mikið og mögulegt er af tilraunaskotinu, hvort sem það heppnast eða ekki. Í frétt SpaceFlightNow segir að SpaceX þurfi að rýma svæði í rúmlega sex kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Þá sé eldflaugin búin sérstökum öryggisbúnaði svo hún springi í loft upp fari hún af leið og ógni byggðum bólum. Elon Musk, eigandi SpaceX, sagði í gær að meiri líkur væri á því að geimskotið myndi misheppnast, þar sem starfsmenn SpaceX séu að reyna eitthvað sem sé mjög erfitt. Þá gæti þurft að fresta geimskotin vegna vinds. Sjá má tilkynningar frá SpaceX um skotið í glugganum hér að neðan. Tweets by SpaceX
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. 12. apríl 2023 11:45 Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. 12. apríl 2023 11:45
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53
NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07
SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship. 5. maí 2021 23:04
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25