Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 13:40 Clarence Thomas (t.v.) með John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Thomas er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn. Vísir/Getty Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica upplýstu nýlega að Thomas og fjölskylda hans hefði selt Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas og bakhjarli repúblikana, lóðir og hús móður Thomas árið 2014. Thomas hefði ekki gert grein fyrir viðskiptunum í hagsmunaskráningu sinni þrátt fyrir að lög kvæðu á um það. Móðir Thomas býr enn í húsinu sem Crow endurnýjaði mikið eftir kaupin. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir heimildarmönnum sínum að Thomas ætli að breyta skráningu sinni og geta viðskiptanna. Í því virðist felast viðurkenning að dómarinn hefði átt að skrá viðskiptin strax í upphafi. Það hafi verið yfirsjón að geta þeirra ekki jafnvel þó að Thomas telji sjálfur að honum hafi ekki verið skylt að gera það á þeim forsendum að hann hafi tapað á viðskiptunum. Reglurnar gera engu að síður ráð fyrir að öll viðskipti sér skráð, óháð því hvort þau hafi verið arðbær. Kynntust þegar Crow bauð Thomas far með einkaþotu sinni Náin hagsmunatengsl Thomas og Crow hafa verið til mikill umfjöllunar síðustu vikur. Áður en Pro Publica upplýsti um fasteignaviðskiptin hafði miðillinn greint frá því að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir af Crow án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Thomas heldur því fram að honum hafi ekki verið skylt að gera grein fyrir ferðunum vegna þess að hann hafi aðeins þegið „gestrini“ vinar síns. Kostnaðurinn við ferðirnar hljóp í sumum tilfellum á fleiri tugum milljóna króna. Crow varði vinskap sinn við Thomas í viðtali við The Dallas Morning News um helgina. Þeir væru fórnarlamb pólitískrar árásar. Sagði hann að þeir Thomas hefðu kynnst fyrir tilviljun fyrir 27 árum. Þá var Thomas aðeins búinn að vera hæstaréttardómari í fimm ár. Mál Thomas hefur vakið margar spurningar um hagsmunaskráningu hæstaréttardómara og mögulega hagsmunaárekstra þeirra.Vísir/Getty Crow hafi verið staddur í Washington-borg að funda með stjórnendum íhaldssamrar hugveitu þegar hann frétti af því að Thomas væri á leiðinni til Dallas til að halda erindi. Hann hafi því boðið Thomas far með einkaþotu sinni því hann hafi verið á leiðinni heim til Texas. Á leiðinni hafi þeir myndað tengsl sem þróuðust út í áratugalangan vinskap fjölskyldna þeirra. „Margt fólk sem hefur skoðun á þessu virðist telja að það sé eitthvað bogið við þessa vináttu. Þið vitið að það er mögulegt að fólk sé bara vinir í raun og veru. Mér finnst það ótrúlegt að fólki geri ráð fyrir því að vegna þess að við Clarence Thomas erum vinir, þá hljóti eitthvað að vaka fyrir þessum vinum,“ sagði Crow í viðtalinu. Skráir tekjur af félagi sem hefur ekki verið til í sautján ár Þá greindi Washington Post frá því um helgina að hagsmunaskráning Thomas virtist að ýmsi leyti úrelt. Þannig skráði hann enn tugmilljóna króna tekjur af fasteignafélagi sem var afskráð árið 2006. Það ár voru eignir félagins færðar yfir í annað eignarhaldsfélag. Nýja félagsins hefur aldrei verið getið í hagsmunaskráningu dómarans. Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa krafist þess að John Roberts, forseti hæstaréttar, rannsaki mögulega hagsmunaárekstrar Thomas. Roberts og Thomas eru báðir hluti af íhaldssömum meirihluta í réttinum og voru báðir skipaðir af forsetum úr Repúblikanaflokknum. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica upplýstu nýlega að Thomas og fjölskylda hans hefði selt Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas og bakhjarli repúblikana, lóðir og hús móður Thomas árið 2014. Thomas hefði ekki gert grein fyrir viðskiptunum í hagsmunaskráningu sinni þrátt fyrir að lög kvæðu á um það. Móðir Thomas býr enn í húsinu sem Crow endurnýjaði mikið eftir kaupin. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir heimildarmönnum sínum að Thomas ætli að breyta skráningu sinni og geta viðskiptanna. Í því virðist felast viðurkenning að dómarinn hefði átt að skrá viðskiptin strax í upphafi. Það hafi verið yfirsjón að geta þeirra ekki jafnvel þó að Thomas telji sjálfur að honum hafi ekki verið skylt að gera það á þeim forsendum að hann hafi tapað á viðskiptunum. Reglurnar gera engu að síður ráð fyrir að öll viðskipti sér skráð, óháð því hvort þau hafi verið arðbær. Kynntust þegar Crow bauð Thomas far með einkaþotu sinni Náin hagsmunatengsl Thomas og Crow hafa verið til mikill umfjöllunar síðustu vikur. Áður en Pro Publica upplýsti um fasteignaviðskiptin hafði miðillinn greint frá því að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir af Crow án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Thomas heldur því fram að honum hafi ekki verið skylt að gera grein fyrir ferðunum vegna þess að hann hafi aðeins þegið „gestrini“ vinar síns. Kostnaðurinn við ferðirnar hljóp í sumum tilfellum á fleiri tugum milljóna króna. Crow varði vinskap sinn við Thomas í viðtali við The Dallas Morning News um helgina. Þeir væru fórnarlamb pólitískrar árásar. Sagði hann að þeir Thomas hefðu kynnst fyrir tilviljun fyrir 27 árum. Þá var Thomas aðeins búinn að vera hæstaréttardómari í fimm ár. Mál Thomas hefur vakið margar spurningar um hagsmunaskráningu hæstaréttardómara og mögulega hagsmunaárekstra þeirra.Vísir/Getty Crow hafi verið staddur í Washington-borg að funda með stjórnendum íhaldssamrar hugveitu þegar hann frétti af því að Thomas væri á leiðinni til Dallas til að halda erindi. Hann hafi því boðið Thomas far með einkaþotu sinni því hann hafi verið á leiðinni heim til Texas. Á leiðinni hafi þeir myndað tengsl sem þróuðust út í áratugalangan vinskap fjölskyldna þeirra. „Margt fólk sem hefur skoðun á þessu virðist telja að það sé eitthvað bogið við þessa vináttu. Þið vitið að það er mögulegt að fólk sé bara vinir í raun og veru. Mér finnst það ótrúlegt að fólki geri ráð fyrir því að vegna þess að við Clarence Thomas erum vinir, þá hljóti eitthvað að vaka fyrir þessum vinum,“ sagði Crow í viðtalinu. Skráir tekjur af félagi sem hefur ekki verið til í sautján ár Þá greindi Washington Post frá því um helgina að hagsmunaskráning Thomas virtist að ýmsi leyti úrelt. Þannig skráði hann enn tugmilljóna króna tekjur af fasteignafélagi sem var afskráð árið 2006. Það ár voru eignir félagins færðar yfir í annað eignarhaldsfélag. Nýja félagsins hefur aldrei verið getið í hagsmunaskráningu dómarans. Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa krafist þess að John Roberts, forseti hæstaréttar, rannsaki mögulega hagsmunaárekstrar Thomas. Roberts og Thomas eru báðir hluti af íhaldssömum meirihluta í réttinum og voru báðir skipaðir af forsetum úr Repúblikanaflokknum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10