Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 22:00 Mál félagsfræðiprófessorsins Hassans Diab hefur vakið mikla athygli. Youtube/Skjáskot Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014. Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Frönsk yfirvöld saka Diab um að hafa komið sprengjunni fyrir á mótorhjóli, utan við bænahús á Rue Copernic í París, þar sem 320 manns höfðu komið saman í tilefni trúarhátíðar hinn 3. október 1980. Nokkur börn voru á staðnum að fagna því að vera komin í fullorðinna tölu, bar mitzvah, í gyðingdómi. Hryðjuverkin voru kölluð fyrstu hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi síðan í síðari heimsstyrjöldinni, að því er fram kemur hjá Deutsche Welle. Dómurinn hefur verið nokkuð umdeildur og hafa mannréttindasamtök á borð við Amnesty International lýst yfir áhyggjum með vísan til lítilla sönnunargagna. Lögmenn Diabs segja dóminn einfaldlega rangan, hann hafi verið í Líbanon að læra undir lokapróf þegar árásin átti sér stað. Saksóknarar í Frakklandi segja hins vegar ljóst að Diab, sem er eini sem lögreglan hefur í raun haft undir grun síðustu áratugi, sé sekur. Upphaflega sakaði franska leyniþjónustan prófessorinn um ódæðið árið 1999, en fyrir lá teiknuð andlitsmynd af Diab og samanburður á rithönd hans og þess sem talinn var vera hryðjuverkamaðurinn. Þá lá einnig fyrir vegabréf prófessorsins, sem gert var upptækt í Róm árið 1981, en talið er að árásin hafi verið skipulögð í borginni. Kanadísk yfirvöld framseldu Diab árið 2014 en ekki tókst að sanna sekt hans með óyggjandi hætti og var honum því sleppt árið 2018. Þremur árum síðar sneri franskur dómstóll ákvörðuninni við og réttarhöld tóku við að nýju. Niðurstaðan liggur nú fyrir en frönsk yfirvöld eiga eftir að gefa út formlega handtökutilskipun. Staðan er sögð geta haft nokkur áhrif á pólitískt samband Frakklands og Kanada en það tók kanadísk yfirvöld sex ár að samþykkja framsal hans árið 2014.
Frakkland Kanada Líbanon Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira