Lítið um skipti á lokadögum félagaskiptagluggans Jón Már Ferro skrifar 25. apríl 2023 09:00 Breiðablik er helst til með of marga leikmenn. vísir/Hulda margrét Félagskiptagluggin lokar á miðnætti annað kvöld og ólíklegt er að margar hræringar í viðbót verði fyrir lok gluggans. Félagsskiptaglugginn í ár er með breyttu sniði frá undanförnum árum eftir að breytingar voru samþykktar 1. nóvember síðastliðinn. Nú verður glugginn opinn frá 2. febrúar til 26. apríl og frá 18. júlí til 15. ágúst. Í fyrra var glugginn opinn frá 17. febrúar til 11. maí og frá 29. júní til 26. júlí. Víkingur Arnar Gunnlaugsson hefur brosað hringinn það sem af er tímabili.Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa byrjað mótið vel, eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og eru með gríðarlega sterkan hóp. Í kjölfar krossbandaslita Kyle McLagan fékk liðið hinn færeyska Gunnar Vatnhamar sem getur leikið á miðjunni og í stöðu miðvarðar. Í samtali við Vísi segist Kári Árnason ekki búast við leikmanni fyrir lok félagsskiptagluggans en að þeir væru alltaf opnir fyrir því að fá unga og efnilega leikmenn til framtíðar. Valur Valsmenn eru sáttir með leikmannahóp sinn en hafa þó verið óheppnir með meiðsli í upphafi móts. Elfar Freyr Helgason og Hólmar Örn Eyjólfsson mynduðu miðvarðarpar Vals á undirbúningstímabilinu en hafa ekki spilað saman í upphafi Bestu deildarinnar. Orri Sigurður Ómarsson er ennþá að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir rétt fyrir síðasta tímabil. Hlíðarendapiltar eru með 6 stig að þremur leikjum loknum. KA Sævar Pétursson segir að leikmannahópur KA sé vel mannaður og að þeir muni skoða leikmannamál frekar í sumarglugganum sem opnar 18. júlí. KA hefur byrjað á tveimur jafnteflum og einum sigri í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. KR KR-ingar eru sáttir.Vísir/Hulda Margrét KR-ingar eru ánægðir með hópinn sinn og sagðist Bjarni Guðjónsson ekki búast við öðrum leikmönnum til félagsins að svo stöddu. Vesturbæingar voru einstaklega óheppnir með meiðsli lykilmanna í fyrra en núna er einungis Grétar Snær Gunnarsson smávægilega meiddur en hann ætti að verða tilbúinn eftir um tvær vikur. Mótið hefur farið vel af stað fyrir KR-inga sem eru með sex stig eftir þrjá leiki. HK Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir að félagið sé í leit að liðsstyrk. Hins vegar sé það undir öðrum félögum komið hvort þeir nái að styrkja sig fyrir lok félagsskiptagluggans. Arnar Freyr Ólafsson og félagar í HK hafa byrjað mótið ágætlega þrátt fyrir tap í Garðabænum á mánudag.vísír/Hulda margrét FH Davíð Þór Viðarsson segist ánægður með leikmannahóp FH og að ekki megi búast við breytingum fyrir lok gluggans. Þrátt fyrir það séu leikmenn sem gætu verið ósáttir með að vera utan hóps í upphafi tímabils og gætu farið á láni. vísir/Hulda margrét Keflavík Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, er ánægður með leikmannahóp sinn og býst frekar við því að einn til tveir leikmenn gætu farið frá félaginu á láni. Annar þeirra er sóknarmaðurinn, Helgi Þór Jónsson, sem hefur verið utan hóps í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Breiðablik Patrik Johannesen er einn þeirra leikmanna sem Breiðablik sótti í vetur.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti að engir leikmenn kæmu til félagsins en sagði að leikmenn gætu farið á láni frá félaginu. Hingað til hafa leikmenn verið utan hóps hjá Breiðablik sem kæmust í flest byrjunarlið annarra liða í Bestu deildinni. Markmið félagsins eru hins vegar stór í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Evrópukeppnum svo álagið gæti orðið mikið. ÍBV ÍBV náði í sinn fyrsta sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í fyrradag. Í samtali við Fotbolta.net sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að tveir leikmenn frá Jamaíka væru á leið til félagsins. Richard King er 21 árs gamall varnarmaður sem spilað hefur sjö landsleiki og Dwayne Atkinson er tvítugur framherji sem hefur spilað einn landsleik. Jafnframt viðurkenndi hann að hópurinn sem hóf mótið hafi verið of lítill. Liðið var til að mynda ekki með fullskipaðan bekk á móti KA í annarri umferð. Fram Framarar hafa byrjað mótið á tveimur jafnteflum og tapi í fyrstu þremur leikjunum. Í fyrra gerðu þeir tíu jafntefli og vilja líklegast snúa einhverjum þeirra yfir í sigur. Til þess þurfa þeir meiri stöðugleika í vörnina ef marka má síðasta tímabil en þeir fengu á sig næstflest mörk á sig í deildinni. Einungis Skagamenn fengu á sig fleiri mörk en þeir féllu. Fylkir Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson, hefur áður sagst vera ánægður með leikmannahóp sinn og ekki er að búast við nýjum leikmönnum í Árbænum. Árbæingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum en unnu þann þriðja á móti FH. Sigurinn á móti FH styrkir líklega enn betur hugmyndir Rúnars um að þeir þurfi ekki fleiri leikmenn. Fylkir og Keflavík munu eflaust berjast í neðri hluta Bestu deildarinnar.vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan Stjarnan hafði ekki skorað þangað til kom að leiknum gegn HK í gærkvöldi þar sem liðið skoraði 5 mörk. Stjarnan er án síns helsta framherjan, Emils Atlasonar, um þessar mundir en hann er frá vegna meiðsla. Það skiptir ekki öllu máli ef aðrir leikmenn stíga upp líkt og í gær. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KA KR HK FH Keflavík ÍF Breiðablik ÍBV Fram Fylkir Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Félagsskiptaglugginn í ár er með breyttu sniði frá undanförnum árum eftir að breytingar voru samþykktar 1. nóvember síðastliðinn. Nú verður glugginn opinn frá 2. febrúar til 26. apríl og frá 18. júlí til 15. ágúst. Í fyrra var glugginn opinn frá 17. febrúar til 11. maí og frá 29. júní til 26. júlí. Víkingur Arnar Gunnlaugsson hefur brosað hringinn það sem af er tímabili.Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa byrjað mótið vel, eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og eru með gríðarlega sterkan hóp. Í kjölfar krossbandaslita Kyle McLagan fékk liðið hinn færeyska Gunnar Vatnhamar sem getur leikið á miðjunni og í stöðu miðvarðar. Í samtali við Vísi segist Kári Árnason ekki búast við leikmanni fyrir lok félagsskiptagluggans en að þeir væru alltaf opnir fyrir því að fá unga og efnilega leikmenn til framtíðar. Valur Valsmenn eru sáttir með leikmannahóp sinn en hafa þó verið óheppnir með meiðsli í upphafi móts. Elfar Freyr Helgason og Hólmar Örn Eyjólfsson mynduðu miðvarðarpar Vals á undirbúningstímabilinu en hafa ekki spilað saman í upphafi Bestu deildarinnar. Orri Sigurður Ómarsson er ennþá að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir rétt fyrir síðasta tímabil. Hlíðarendapiltar eru með 6 stig að þremur leikjum loknum. KA Sævar Pétursson segir að leikmannahópur KA sé vel mannaður og að þeir muni skoða leikmannamál frekar í sumarglugganum sem opnar 18. júlí. KA hefur byrjað á tveimur jafnteflum og einum sigri í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. KR KR-ingar eru sáttir.Vísir/Hulda Margrét KR-ingar eru ánægðir með hópinn sinn og sagðist Bjarni Guðjónsson ekki búast við öðrum leikmönnum til félagsins að svo stöddu. Vesturbæingar voru einstaklega óheppnir með meiðsli lykilmanna í fyrra en núna er einungis Grétar Snær Gunnarsson smávægilega meiddur en hann ætti að verða tilbúinn eftir um tvær vikur. Mótið hefur farið vel af stað fyrir KR-inga sem eru með sex stig eftir þrjá leiki. HK Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir að félagið sé í leit að liðsstyrk. Hins vegar sé það undir öðrum félögum komið hvort þeir nái að styrkja sig fyrir lok félagsskiptagluggans. Arnar Freyr Ólafsson og félagar í HK hafa byrjað mótið ágætlega þrátt fyrir tap í Garðabænum á mánudag.vísír/Hulda margrét FH Davíð Þór Viðarsson segist ánægður með leikmannahóp FH og að ekki megi búast við breytingum fyrir lok gluggans. Þrátt fyrir það séu leikmenn sem gætu verið ósáttir með að vera utan hóps í upphafi tímabils og gætu farið á láni. vísir/Hulda margrét Keflavík Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, er ánægður með leikmannahóp sinn og býst frekar við því að einn til tveir leikmenn gætu farið frá félaginu á láni. Annar þeirra er sóknarmaðurinn, Helgi Þór Jónsson, sem hefur verið utan hóps í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Breiðablik Patrik Johannesen er einn þeirra leikmanna sem Breiðablik sótti í vetur.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti að engir leikmenn kæmu til félagsins en sagði að leikmenn gætu farið á láni frá félaginu. Hingað til hafa leikmenn verið utan hóps hjá Breiðablik sem kæmust í flest byrjunarlið annarra liða í Bestu deildinni. Markmið félagsins eru hins vegar stór í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Evrópukeppnum svo álagið gæti orðið mikið. ÍBV ÍBV náði í sinn fyrsta sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í fyrradag. Í samtali við Fotbolta.net sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að tveir leikmenn frá Jamaíka væru á leið til félagsins. Richard King er 21 árs gamall varnarmaður sem spilað hefur sjö landsleiki og Dwayne Atkinson er tvítugur framherji sem hefur spilað einn landsleik. Jafnframt viðurkenndi hann að hópurinn sem hóf mótið hafi verið of lítill. Liðið var til að mynda ekki með fullskipaðan bekk á móti KA í annarri umferð. Fram Framarar hafa byrjað mótið á tveimur jafnteflum og tapi í fyrstu þremur leikjunum. Í fyrra gerðu þeir tíu jafntefli og vilja líklegast snúa einhverjum þeirra yfir í sigur. Til þess þurfa þeir meiri stöðugleika í vörnina ef marka má síðasta tímabil en þeir fengu á sig næstflest mörk á sig í deildinni. Einungis Skagamenn fengu á sig fleiri mörk en þeir féllu. Fylkir Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson, hefur áður sagst vera ánægður með leikmannahóp sinn og ekki er að búast við nýjum leikmönnum í Árbænum. Árbæingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum en unnu þann þriðja á móti FH. Sigurinn á móti FH styrkir líklega enn betur hugmyndir Rúnars um að þeir þurfi ekki fleiri leikmenn. Fylkir og Keflavík munu eflaust berjast í neðri hluta Bestu deildarinnar.vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan Stjarnan hafði ekki skorað þangað til kom að leiknum gegn HK í gærkvöldi þar sem liðið skoraði 5 mörk. Stjarnan er án síns helsta framherjan, Emils Atlasonar, um þessar mundir en hann er frá vegna meiðsla. Það skiptir ekki öllu máli ef aðrir leikmenn stíga upp líkt og í gær.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KA KR HK FH Keflavík ÍF Breiðablik ÍBV Fram Fylkir Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira