„Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 23:02 E. Jean Carroll lýsti stuttum og hræðilegum kynnum sínum af Trump fyrir dómstóli í New York í dag. Getty/Michael M. Santiago Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. Aðalmeðferð í einkamáli Carroll gegn Trump fer fram í New York þessa dagana. Carroll stefndi Trump fyrir líkamsárás og ærumeiðingar. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fatabúð í New York árið 1996. Þá segir Carroll hann hafa gerst sekan um ærumeiðingar með því að hafa sakað hana um lygar þegar hún skrifaði um atvikið í bók. „Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér og þegar ég skrifaði um það sagði hann að það hefði ekki gerst. Hann laug og rústaði mannorði mínu. Ég er hingað komin til að reyna að endurheimta líf mitt,“ sagði Carroll fyrir dómi í dag. Fram kemur í frétt Guardian um málið að Trump hafi neitað staðfastlega. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, áminnti Trump áður en aðalmeðferð hófst í dag fyrir að hafa birt færslu á bloggsíðu sinni, Truth Social, þar sem hann sagði ásakanir Carroll uppspuna og nornaveiðar. Kaplan sagði færsluna geta talist til tilraunar til að hafa áhrif á kviðdóminn. Kaplan sagði færslu Trump virkilega óviðeigandi og varaði hann við að ef hann endurtæki leikinn gæti hann átt yfir höfði sér ákæru fyrir tilraun til að hafa áhrif á kviðdóminn. Leiddi hana upp í nærfatadeildina Í kjölfarið hafi Carroll sest upp í vitnastúku og lýst kynnum sínum af Trump. Þennan örlagaríka dag árið 1996 hafi hún verið á leiðinni út úr lúxusversluninni Bergdorf Goodman þegar hún rakst á Trump. Hann, sem þá var vel þekktur sem fasteignamógúll í New York, hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. „Mér fannst það æðislegt,“ sagði Carroll og lýsti því svo að hún hafi lagt til að Trump keypti tösku eða hatt fyrir konuna sem hann var að versla fyrir en hann hafi ekki haft áhuga á því. „Hann tók upp loðhatt og klappaði honum eins og hundi eða ketti. Svo sagði hann: Ég veit, nærföt. Svo fórum við upp í nærfatadeildina,“ sagði Carroll. Höfuðið skall ítrekað í vegginn Hún lýsti því í vitnastúku að Trump hafi verið sérstaklega sjarmerandi og henni þótt hann mjög skemmtilegur. Hann hafi gripið nærföt og krafist þess að hún mátaði, sem hún sagðist ekki hafa viljað gera. Trump hafi þá lagt það til að þau hjálpuðust að og ýtt henni í átt að mátunarklefunum. Hún sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega, hann hafi verið að grínast allan tímann, verið létt yfir honum og þau að daðra. Þegar inn í mátunarklefann var komið hafi andrúmsloftið hins vegar breyst á svipstundu. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Ekki sú eina Henni hafi verið mjög brugðið þegar Trump kyssti hana og hún hafi ekki hugsað um neitt annað en að sleppa út úr herberginu. Hún hafi hins vegar ekki sloppið úr greipum hans og hann nauðgað henni. Lögmenn Trump munu að öllum líkindum spyrja Carroll spjörunum úr síðar í dag en teymið sagði í málflutningi sínum við upphaf aðalmeðferðar að Carroll og hópur annarra kvenna hafi lagt á ráðin um að saka forsetann fyrrverandi um kynferðisofbeldi. Ástæðan fyrir þessu ráðabruggi að sögn lögmannanna er einlægt hatur kvennanna á Trump og í tilfelli Carroll til að selja bækur og fá athygli. Fyrir liggur að tvær aðrar konur, sem sakað hafa Trump um kynferðislegt misferli, muni bera vitni í máli Carroll. Önnur, Jessica Leeds, hefur sakað Trump um að hafa veist að sér í flugvél árið 1979 með því að grípa um brjóst hennar og stinga hendi sinni upp undir pils hennar. Þá mun Natasha Stoynoff einnig bera vitni samkvæmt áætlun en hún hefur sakað Trump um að hafa árið 2005 króað sig af inni í tómu herbergi og kyssti sig af miklum ákafa þar til annað fólk gekk inn. Þegar konurnar tvær stigu fram og sökuðu Trump um ofbeldið veittist hann að þeim með svipuðum hætti og að Carroll og sagði þær lygara. Donald Trump MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Aðalmeðferð í einkamáli Carroll gegn Trump fer fram í New York þessa dagana. Carroll stefndi Trump fyrir líkamsárás og ærumeiðingar. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fatabúð í New York árið 1996. Þá segir Carroll hann hafa gerst sekan um ærumeiðingar með því að hafa sakað hana um lygar þegar hún skrifaði um atvikið í bók. „Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér og þegar ég skrifaði um það sagði hann að það hefði ekki gerst. Hann laug og rústaði mannorði mínu. Ég er hingað komin til að reyna að endurheimta líf mitt,“ sagði Carroll fyrir dómi í dag. Fram kemur í frétt Guardian um málið að Trump hafi neitað staðfastlega. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, áminnti Trump áður en aðalmeðferð hófst í dag fyrir að hafa birt færslu á bloggsíðu sinni, Truth Social, þar sem hann sagði ásakanir Carroll uppspuna og nornaveiðar. Kaplan sagði færsluna geta talist til tilraunar til að hafa áhrif á kviðdóminn. Kaplan sagði færslu Trump virkilega óviðeigandi og varaði hann við að ef hann endurtæki leikinn gæti hann átt yfir höfði sér ákæru fyrir tilraun til að hafa áhrif á kviðdóminn. Leiddi hana upp í nærfatadeildina Í kjölfarið hafi Carroll sest upp í vitnastúku og lýst kynnum sínum af Trump. Þennan örlagaríka dag árið 1996 hafi hún verið á leiðinni út úr lúxusversluninni Bergdorf Goodman þegar hún rakst á Trump. Hann, sem þá var vel þekktur sem fasteignamógúll í New York, hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. „Mér fannst það æðislegt,“ sagði Carroll og lýsti því svo að hún hafi lagt til að Trump keypti tösku eða hatt fyrir konuna sem hann var að versla fyrir en hann hafi ekki haft áhuga á því. „Hann tók upp loðhatt og klappaði honum eins og hundi eða ketti. Svo sagði hann: Ég veit, nærföt. Svo fórum við upp í nærfatadeildina,“ sagði Carroll. Höfuðið skall ítrekað í vegginn Hún lýsti því í vitnastúku að Trump hafi verið sérstaklega sjarmerandi og henni þótt hann mjög skemmtilegur. Hann hafi gripið nærföt og krafist þess að hún mátaði, sem hún sagðist ekki hafa viljað gera. Trump hafi þá lagt það til að þau hjálpuðust að og ýtt henni í átt að mátunarklefunum. Hún sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega, hann hafi verið að grínast allan tímann, verið létt yfir honum og þau að daðra. Þegar inn í mátunarklefann var komið hafi andrúmsloftið hins vegar breyst á svipstundu. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Ekki sú eina Henni hafi verið mjög brugðið þegar Trump kyssti hana og hún hafi ekki hugsað um neitt annað en að sleppa út úr herberginu. Hún hafi hins vegar ekki sloppið úr greipum hans og hann nauðgað henni. Lögmenn Trump munu að öllum líkindum spyrja Carroll spjörunum úr síðar í dag en teymið sagði í málflutningi sínum við upphaf aðalmeðferðar að Carroll og hópur annarra kvenna hafi lagt á ráðin um að saka forsetann fyrrverandi um kynferðisofbeldi. Ástæðan fyrir þessu ráðabruggi að sögn lögmannanna er einlægt hatur kvennanna á Trump og í tilfelli Carroll til að selja bækur og fá athygli. Fyrir liggur að tvær aðrar konur, sem sakað hafa Trump um kynferðislegt misferli, muni bera vitni í máli Carroll. Önnur, Jessica Leeds, hefur sakað Trump um að hafa veist að sér í flugvél árið 1979 með því að grípa um brjóst hennar og stinga hendi sinni upp undir pils hennar. Þá mun Natasha Stoynoff einnig bera vitni samkvæmt áætlun en hún hefur sakað Trump um að hafa árið 2005 króað sig af inni í tómu herbergi og kyssti sig af miklum ákafa þar til annað fólk gekk inn. Þegar konurnar tvær stigu fram og sökuðu Trump um ofbeldið veittist hann að þeim með svipuðum hætti og að Carroll og sagði þær lygara.
Donald Trump MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31