Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2023 07:47 Lögreglustjórinn Greg Capers og fulltrúi FBI ræddu við fjölmiðla í gærkvöldi eftir að Francisco Oropeza hafði verið handtekinn. AP Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49