Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2023 07:47 Lögreglustjórinn Greg Capers og fulltrúi FBI ræddu við fjölmiðla í gærkvöldi eftir að Francisco Oropeza hafði verið handtekinn. AP Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49