Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 11:10 Aðgerðasinnar mótmæla aðför gegn rétti kvenna til þungunarrofs í Texas í fyrra. Getty/Brandon Bell Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira