Sykraðir drykkir innihalda hundrað sinnum meira plast en flöskuvatn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 23:43 Þessir góðu menn flytja bæði sykraða drykki og vatn á flöskum á Spáni. Xavi Lopez/Getty Sykraðir gosdrykkir innihalda allt að 100 sinnum meira plast en drykkjarvatn í flöskum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á Spáni. Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni. Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni.
Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira