Í hvernig samfélagi viljum við búa? Oddný Harðardóttir skrifar 23. maí 2023 17:00 Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Félagsmál Samfylkingin Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun