Stefnir í fimmta kjörtímabil Erdogan Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2023 17:05 Erdogan kaus í dag, líklega sjálfan sig. Getty/Umit Bektas Þrátt fyrir að það sé mjótt á munum í seinni umferð forsetakosninganna í Tyrklandi stefnir allt í að Erdogan Tyrklandsforseti nái enn einu sinni endurkjöri. Forsetatíð Erdogan er orðin tuttugu ár og hann verður áfram forseti næstu fimm árin ná hann endurkjöri. Hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir skömmu og lýsti yfir sigri í kosningunum. Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Önnur umferð með aðeins tveimur efstu efstu frambjóðendunum, Erdogan og Kemel Kilicdaroglu, fer fram í dag. Kjörklefar eru búnir að loka og talning atkvæða er langt komin. Eftir fyrstu tölur virtist vera ansi mjótt á munum en nú þegar búið er að telja um 85 prósent atkvæðanna virðist Erdogan hins vegar ætla að kreista fram sigur enn einu sinni. Talið er að formlegar niðurstöður muni þó ekki berast fyrr en á næstu dögum. Ahmet Yener, formaður kjörstjórnar, greindi frá því um hálf fimm að eftir talningu á rúmlega helmingi atkvæða að Erdogan leiddi með 54,47 prósent atkvæðum og Kilicdaroglu væri með 45,53 prósent. Fréttamiðlar segja Erdogan einnig leiða, ríkismiðillinn Anadolu segir hann vera með rúm 52 prósent en ANKA, sem sögðu Kilicdaroglu leiða um tíma, segja Erdogan vera með rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn umdeildi styður Erdogan Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Erdogan var ansi nálægt því með 49,24 prósent, Kilicdaroglu sem er forsetaefni sex flokka stjórnarandstöðubandalags fékk 45,07 prósent, Sinan Ogan, þjóðernissinnaður og óflokksbundinn stjórnmálamaður, fékk 5,28 prósent og Muharrem Ince sem fékk 0,4 prósent. Hinn umdeildi Ogan greindi frá því í kjölfarið að hann hygðist styðja Erdogan sem er talið vega þungt í seinni umferðinni. Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. 15. maí 2023 12:01 Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. 15. maí 2023 06:39 Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Önnur umferð með aðeins tveimur efstu efstu frambjóðendunum, Erdogan og Kemel Kilicdaroglu, fer fram í dag. Kjörklefar eru búnir að loka og talning atkvæða er langt komin. Eftir fyrstu tölur virtist vera ansi mjótt á munum en nú þegar búið er að telja um 85 prósent atkvæðanna virðist Erdogan hins vegar ætla að kreista fram sigur enn einu sinni. Talið er að formlegar niðurstöður muni þó ekki berast fyrr en á næstu dögum. Ahmet Yener, formaður kjörstjórnar, greindi frá því um hálf fimm að eftir talningu á rúmlega helmingi atkvæða að Erdogan leiddi með 54,47 prósent atkvæðum og Kilicdaroglu væri með 45,53 prósent. Fréttamiðlar segja Erdogan einnig leiða, ríkismiðillinn Anadolu segir hann vera með rúm 52 prósent en ANKA, sem sögðu Kilicdaroglu leiða um tíma, segja Erdogan vera með rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn umdeildi styður Erdogan Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Erdogan var ansi nálægt því með 49,24 prósent, Kilicdaroglu sem er forsetaefni sex flokka stjórnarandstöðubandalags fékk 45,07 prósent, Sinan Ogan, þjóðernissinnaður og óflokksbundinn stjórnmálamaður, fékk 5,28 prósent og Muharrem Ince sem fékk 0,4 prósent. Hinn umdeildi Ogan greindi frá því í kjölfarið að hann hygðist styðja Erdogan sem er talið vega þungt í seinni umferðinni.
Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. 15. maí 2023 12:01 Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. 15. maí 2023 06:39 Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. 15. maí 2023 12:01
Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. 15. maí 2023 06:39
Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58