Rán í skjóli laga? Aðalsteinn Arnbjörnsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar