Maðurinn sem lést ók mótorhjóli meðfram keppendum og myndaði þá fyrir útsendingu þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD. Samkvæmt Reuters klessti hann á keppanda sem varð til þess að báðir köstuðust í jörðina.
Keppandinn, sem er 26 ára, var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka en tökumaðurinn er sagður hafa látist á vettvangi, sjötugur að aldri. Lögreglan í Hamborg lokaði brautinni á meðan slökkvilið var að verki.