Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 09:56 Lögregluþjónar við rætur fjallsins sem flugvélin brotlenti á í Virginíu á sunnudaginn. AP/Randall K. Wolf Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira