Vinstri stjórn Spánar heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júní 2023 14:31 Yolanda Díaz, atvinnumálaráðherra og varaforsætisráðherra Spánar og Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. A. Perez Meca/Getty Images) Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn sósíalista haldi velli í þingkosningunum eftir mánuð. Fyrir viku bentu skoðanakannanir til hins gagnstæða. Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31