Sjóherinn nam „frávik“ á sama tíma og samband rofnaði við Titan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2023 07:02 Það þykir mildi að farþegar Titan hafa líklega látist samstundis þegar farið féll saman. AP/Lindsey Wasson Fregnir hafa borist af því að bandaríski sjóherinn hafi numið „frávik“ neðansjávar á sunnudag, sem var líklega sprengingin sem varð þegar kafbáturinn Titan féll saman vegna þrýstings. Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“ Bandaríkin Titanic Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“
Bandaríkin Titanic Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira