Banna jákvæða mismunun kynþátta Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:36 Stuðningsfólk jákvæðrar mismununar fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna þegar hann hlýddi á málflutning í málinu gegn háskólunum í október. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira