Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 11:29 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/ALEXANDER KAZAKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni. Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Suður-Afríku segir að samkomulag hafi náðst um að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra myndi fara í stað Pútíns til Johannesburg. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Braislíu, Rússlands, Indlands og Kína. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og verður fundur í Suður-Afríku í næsta mánuði. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt til Rússlands en handtökuskipun var einnig gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Suður-Afríka er eitt þeirra 123 ríkja sem hefur skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins og því ætti Pútín að vera handtekinn við komuna þangað, lögum samkvæmt. Yfirvöld Suður-Afríku hafa þó litið undan í sambærilegu máli þegar Omar al-Bashir, þáverandi forseti Súdans, heimsótti landið árið 2015. Hann var einnig eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Stríðsyfirlýsing“ að handtaka Pútín Lýðræðisbandalagið, stærsti stjórnarflokkur Suður-Afríku, höfðaði nýverið mál til að þvinga ríkisstjórn landsins til að handtaka Pútín ef hann myndi stíga þar niður fæti. BBC sagði frá því í gær að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri alfarið andvígur því, samkvæmt dómsskjölum. Forsetinn lýsti því yfir að erfitt yrði fyrir Suður-Afríku að handtaka Pútín, þar sem yfirvöld í Rússlandi hefðu gert ljóst að slík handtaka væri í raun stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi. Þá sagði hann að þar sem Suður-Afríka væri eitt þeirra Afríkuríkja sem væri að reyna að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu og það að handtaka Pútín myndi koma niður á þeirri viðleitni.
Rússland Suður-Afríka Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19. júlí 2023 10:13
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21