Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa gefið út að trjásnyrtingin sé til rannsóknar og til skoðunar hvort fyrirtækið hafi haft heimild til að klippa af trjánum.
Handritshöfundar og leikarar sem standa nú í samningaviðræðum við fyrirtækið og hafa lagt niður störf kvarta undan meðferð á röð fíkustrjáa sem veitti þeim skugga frá sólinni. Gert er ráð fyrir því að hiti nái allt að 33 gráðum í Los Angeles í þessari viku. The Guardian greinir frá þessu.
Í yfirlýsingu hafna fulltrúar NBC Universal að aðgerðirnar hafi beinst að verkfallsfólki. Trén hafi verið snyrt árlega á þessum tíma og fyrirtækið styðji rétt fólks til mótmæla. Þá standi til að auka skuggavarp á svæðinu.
Our Office is investigating the tree trimming that occurred outside Universal Studios where workers, writers, and actors are exercising their right to picket.
— LA City Controller Kenneth Mejia (@lacontroller) July 19, 2023
The trimmed trees are LA City managed street trees.
(Before and after photos below) pic.twitter.com/xczw0bTdh9
Writers Guild of America, stéttarfélag handritshöfunda í Hollywood, og The Screen Actors Guild – American Federation of Television and Radio Artists, stéttarfélag leikara, hafa kvartað yfir því að NBC Universal hafi hafnað óskum þeirra um að tryggja félagsmönnum örugga gönguleið í kringum byggingasvæði á lóð Universal Studios.
Þetta hafi skapað hættulegar aðstæður fyrir verkfallsfólk sem hafi neyðst til að vera á annasamri umferðargötu þar sem tveir hafi þegar orðið fyrir bíl.
NBC Universal segir í yfirlýsingu að stjórnendur fyrirtækisins telji sig hafa fullnægt lagalegum skyldum sínum gagnvart bandarískri vinnumarkaðslöggjöf.