Fær rúmar hundrað milljónir í skaðabætur frá McDonald's Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 21:48 Olivia Caraballo og móðir hennar Philana Holmes í dómssal. AP/Amy Beth Bennett McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana. Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali. Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali.
Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira