Hver á lottómiða og 750 milljónir króna? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2023 12:02 Spánverjar eru gríðarlega virkir lottóspilarar og lottósölubása er að finna á öðru hvoru götuhorni í borgum og bæjum landsins. Oscar J. Barroso/Getty Images Tveir bræður á Norðvestur-Spáni eru sakaðir um að hafa stolið lottómiða sem á hafði fallið fyrsti vinningur að andvirði 750 milljónum króna í spænska lottóinu. Saksóknari krefst sex ára fangelsis yfir bræðrunum. Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira