Náða Suu Kyi af nokkrum brotum Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 10:52 Aung San Suu Kyi hefur setið lengi í stofufangelsi undanfarna áratugi. AP Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi. Náðunin mun stytta afplánun hennar um sex ár, samkvæmt frétt Reuters. Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á árum áður, hefur setið í stofufangelsi frá því herinn tók aftur völdin í Búrma árið 2021. Hún er 78 ára gömul og hefur ávallt neitað þeim ásökunum sem á hana hafa verið bornar. Hún var meðal annars dæmd fyrir kosningasvik, spillingu og brot á krónuveirureglum, í réttarhöldum sem hafa verið fordæmd sem sýndarréttarhöld. Hún var fyrst dæmd í stofufangelsi árið 1989, eftir að hún mótmælti þáverandi herstjórn landsins. Hún fékk friðarverðlaunin árið 1991 en var ekki sleppt úr haldi fyrr en árið 2010. Árið 2015 sigraði hún kosningar sem haldnar voru í landinu eftir að herinn létti tökin á ríkinu. Flokkur hennar vann svo kosningarnar sem haldnar voru í nóvember 2020 en herforingjar landsins staðhæfðu að umfangsmikið svindl hefði átt sér stað og tóku aftur völdin í upphafi ársins 2021. Herinn hefur aldrei fært neinar sannanir fyrir ásökunum um svindl og var mótmælendum mætt af mikilli hörku. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Síðan þá hafa blóðug átök átt sér stað milli hermanna og uppreisnarmanna. Win Myint, fyrrverandi forseti ríkisins, sem var handtekinn á svipuðum tíma og Suu Kyi, hefur einnig verið náðaður af nokkrum af þeim brotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir og afplánun hans stytt um fjögur ár. Heimildarmenn Reuters segja að þau verði bæði áfram í stofufangelsi og að um táknræna aðgerð sé að ræða. Herstjórnin sé að reyna að fegra ímynd sína. Ekki óumdeild Aung San Suu Kyi er ekki óumdeild en hún var sökuð um aðgerðaleysi þegar Róhingjar í Búrma voru ofsóttir á árum áður. Her Búrma hefur meðal annars verið sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna þessara ofsókna. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu var meðal annars sagt frá því að börn hafi verið drepin fyrir framan foreldra þeirra og hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum ítrekað. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að leiðtogar hersins verði sóttir til saka. Sjá einnig: Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Suu Kyi beitti sér einnig gegn því að tveimur blaðamönnum Reuters, sem handteknir voru þegar þeir voru að rannsaka fjöldamorð á Róhingjum, yrði sleppt úr haldi. Sjá einnig: Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Náðunin mun stytta afplánun hennar um sex ár, samkvæmt frétt Reuters. Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á árum áður, hefur setið í stofufangelsi frá því herinn tók aftur völdin í Búrma árið 2021. Hún er 78 ára gömul og hefur ávallt neitað þeim ásökunum sem á hana hafa verið bornar. Hún var meðal annars dæmd fyrir kosningasvik, spillingu og brot á krónuveirureglum, í réttarhöldum sem hafa verið fordæmd sem sýndarréttarhöld. Hún var fyrst dæmd í stofufangelsi árið 1989, eftir að hún mótmælti þáverandi herstjórn landsins. Hún fékk friðarverðlaunin árið 1991 en var ekki sleppt úr haldi fyrr en árið 2010. Árið 2015 sigraði hún kosningar sem haldnar voru í landinu eftir að herinn létti tökin á ríkinu. Flokkur hennar vann svo kosningarnar sem haldnar voru í nóvember 2020 en herforingjar landsins staðhæfðu að umfangsmikið svindl hefði átt sér stað og tóku aftur völdin í upphafi ársins 2021. Herinn hefur aldrei fært neinar sannanir fyrir ásökunum um svindl og var mótmælendum mætt af mikilli hörku. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Síðan þá hafa blóðug átök átt sér stað milli hermanna og uppreisnarmanna. Win Myint, fyrrverandi forseti ríkisins, sem var handtekinn á svipuðum tíma og Suu Kyi, hefur einnig verið náðaður af nokkrum af þeim brotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir og afplánun hans stytt um fjögur ár. Heimildarmenn Reuters segja að þau verði bæði áfram í stofufangelsi og að um táknræna aðgerð sé að ræða. Herstjórnin sé að reyna að fegra ímynd sína. Ekki óumdeild Aung San Suu Kyi er ekki óumdeild en hún var sökuð um aðgerðaleysi þegar Róhingjar í Búrma voru ofsóttir á árum áður. Her Búrma hefur meðal annars verið sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna þessara ofsókna. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu var meðal annars sagt frá því að börn hafi verið drepin fyrir framan foreldra þeirra og hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum ítrekað. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að leiðtogar hersins verði sóttir til saka. Sjá einnig: Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Suu Kyi beitti sér einnig gegn því að tveimur blaðamönnum Reuters, sem handteknir voru þegar þeir voru að rannsaka fjöldamorð á Róhingjum, yrði sleppt úr haldi. Sjá einnig: Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent