Lömbin þagna Tómas Ellert: Tómasson skrifar 3. ágúst 2023 08:00 Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Hinir láta svo líta út fyrir að vera argir út í aðild sína og síns flokks að samstarfinu og hafa látið púðurskotin dynja á flokk sínum, samstarfsflokkum og jafnvel á sjálfum sér. Það virðist einnig sammerkt þeim sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum að þeir telji samstarfið mikilvægara fyrir þjóðina en þjóðin sjálf telur það vera. Það hafa skoðanakannanir sýnt að undanförnu. Um margt minnir orðræða og hegðun stjórnarliða á geitunginn sem var að fljúga yfir tún eitt að sumarlagi. Geitungurinn var þreyttur og til að hvíla sig settist hann á oddinn á einu horni nauts sem stóð þar og tuggði gras í mestu makindum. Eftir að geitungurinn hafði hvílt sig stutta stund á horninu bjóst hann til flugs. En áður en hann fór bað hann nautið afsökunar á því að hafa notað hornið hans sem hvíldarstað. „Þú hlýtur að vera mjög ánægður með að ég sé á förum,“ sagði hann. „Ekkert breyst hjá mér,“ svaraði nautið. „Ég vissi ekki einu sinni að þú værir þarna.“ Eða með öðrum orðum, ríkisstjórnin sér sjálfa sig stærri og mikilvægari fyrir þjóðina með sínum augum en þjóðin sér hana með sínum eigin augum. Og krafturinn í púðurskotunum fer einnig hratt dvínandi líkt og eldgosið við Litla hrút. Lömbunum hefur nefnilega verið skipað að þagna. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar