Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. ágúst 2023 08:54 Hitametin hafa fallið víða í sumar og nú er sjórinn heitari að meðaltali en nokkru sinni fyrr. AP Photo/Rebecca Blackwell Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður. Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður.
Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira