UNESCO vill banna farsíma alfarið í skólum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2023 19:23 Getty Images UNESCO, Menningarmálstofnun Sameinuðu þjóðanna, vill að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum. Eitt af hverju fjórum ríkjum heims bannar nú þegar notkun símanna. Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins. Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira