Rússar á leið til tunglsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:10 Mynd úr myndbandi af því þegar tunglfarinu Luna-25 var skotið á loft í morgun. AP/Roscosmos Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar. Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Tunglfarinu var skotið frá Vostochny skotpallinum í austurhluta Rússlands. Árið var 1976 þegar Rússar skut síðast upp tunglfari og voru þeir enn hluti af Sovétríkjunum. Geimfarið verður um fimm og hálfan dag að ferðast að tunglinu, það mun síðan ganga á sporbaug tunglsins í þrjá til sjö daga áður en það stefnir að yfirborðinu. Farið á því að lenda á tunglinu sama dag og tunglfar Indverja sem var skotið á loft 14. júlí. Það er sennilega engin tilviljun. Aðeins þremur löndum hefur tekist að lenda á tunglinu: Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Kína. Indverjar og Rússar stefna bæði að því að verða fyrsta þjóðin sem lendir á suðurpól tunglsins. Innrásin í Úkraínu hafði áhrif Þvingunaraðgerðir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa gert þeim erfiðara fyrir að nálgast vestræna tækni. Þetta hefur haft áhrif á geimferðaáætlunina af því Luna-25 átti upphaflega að bera lítinn tunglbíl. Hætt var við það til að létta farið. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos sagðist vilja sýna að Rússland sé ríki sem sé fært um að koma fari til tunglsins og tryggja aðgang Rússa að yfirborði tunglsins. Það er engin tilviljun að Rússar vilji lenda á tunglinu sama dag og Indverjar. Sennilega vilja þeir verða fyrri til.AP/Roscosmos „Könnun tunglsins er ekki markmiðið,“ sagði Vitaly Egorov, vinsæll rússneskur geimrýnir. „Markmiðið er pólitísk keppni milli tveggja stórvelda, Kína og Bandaríkjanna, og nokkurra annarra landa sem vilja líka titla sig sem geimstórveldi.“ Suðurpóll tunglsins hefur vakið áhuga vísindamanna sem trúa því að þar sé mögulega að finna vatn í tunglgígum vegna þess að suðurpóllinn er í varanlegum skugga. Síðasta ferð á suðurpól tunglsins endaði með því að tunglfar Indverja brotlenti á tunglinu 2019. Tunglfarinu Luna-25 er ætlað að taka sýni af tunglsteinum og ryki til að fá aukinn skilning á umhverfi tunglsins áður en hugað er að byggingu tunglstöðvar.
Tunglið Rússland Indland Tengdar fréttir Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13. júlí 2023 17:00
Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. 27. apríl 2023 15:42