Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 12:56 Ferðamenn í Barcelona freista þess að skýla sér frá sólinni. epa/Alejandro Garcia Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður. Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum.
Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira