Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 10:56 Úkraínskur hermaður á víglínunni í Dónetskhéraði. Ljósmyndarar hafa ekki fengið aðgang að hersveitum Úkraínu í Sapórisjíahéraði. AP/Libkos Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. Útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi aukið þungann í sókninni við Robotyne en fregnir hafa borist af því að bakhjarlar þeirra hafi hvatt Úkraínumenn til þess á undanförnum vikum. Gagnsókn sem þessi, þar sem úkraínskir hermenn hafa sótt fram gegn skotgröfum og byrgjum Rússa kostar þó sitt og eru uppi spurningar um hve lengi Úkraínumenn geti haldið sókninni áfram. Bakhjarlar Úkraínu vinna á sama tíma að því að finna leiðir til að styðja baráttu ríkisins áfram til lengri tíma. Eins og áður ríkir þó mikil óvissa um mannfall hjá bæði Úkraínumönnum og Rússum. Hart barist við Robotyne Víglínurnar í Úkraínu ekki tekið gífurlegum breytingum í sumar, þó Úkraínumenn hafi verið að sækja hægt og rólega fram í suðurhluta landsins og við Bakhmut, um tíma, en þar virðast hafa hægt mjög á framsókn þeirra. Undanfarna daga hafa þó vendingar átt sér stað nærri Robotyne í Sapórisjíahéraði þar sem Úkraínumenn hafa sótt nokkuð hratt fram. Rússar eru sagðir hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva Úkraínumenn. Á sama tíma hafa þeir einnig verið að sækja fram í austurhluta landsins, nærri Kúpíans í Karkívhéraði. Úkraínskir hermenn á ferðinni í Dónetskhéraði.AP/Libkos Bandaríska hugveitan Institute for the study of war hefur eftir rússneskum herbloggara að Rússar séu senda mikinn fjölda hermanna til Robotyne, sem þykir til marks um að þeir hafi áhyggjur af ástandinu þar. Annar sem vitnað er í segir Rússa eiga í vandræðum með að flytja liðsauka á víglínurnar vegna umfangsmikilla stórskotaliðsárása Úkraínumanna á svæðinu. Um nokkuð skeið hafa borist fregnir af því að úkraínskir hermenn hafi náð staðbundnum yfirburðum á svæðinu þegar kemur að stórskotaliði en þeir virtust setja sér það markmið fyrr í sumar að vinna markvisst að því að granda stórskotaliði Rússa. Hér að neðan má sjá kort frá ISW sem sýna á stöðuna við Robotyne. Ukrainian forces continued to advance east of #Robotyne in western #Zaporizhia Oblast on Aug 29, while continuing to secure positions in Robotyne.Geolocated footage published on Aug 29 showed that Ukrainian forces made advances about 5km SE of Robotyne. https://t.co/qwklCUsoTR https://t.co/nWuWv4pKYr pic.twitter.com/0ovctxcA6C— ISW (@TheStudyofWar) August 30, 2023 Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa náð árangri í Kersonhéraði, á austurbakka Dnipróar. Úkraínumenn birtu nýverið myndband af hermönnum flagga fána Úkraínu á austurbakkanum en ISW hefur eftir rússneskum herbloggurum að ástandið þar sé erfitt. Bloggararnir hafa í nokkra daga gagnrýnt varnarmálaráðuneyti Rússlands fyrir að veita hermönnunum í Kerson ekki nægilega aðstoð. Þá var nýverið birt myndband þar sem menn sem sögðust tilheyra herdeildinni sem um ræðir báðu herbloggara um að hætta að ræða skort á stórskotaliði og hergögnum á svæðinu. Herbloggararnir saka ráðuneytið um að hafa sviðsett myndbandið en fregnir hafa borist af því að hermönnum hafi verið refsað fyrir að segja að ástandið í Kerson sé erfitt. Starfsmenn hugveitunnar segja gagnrýni þessara herbloggara líklega ætlað að reyna að koma á breytingum varðandi það hver leiðir sveitir Rússa í Kerson. Ólíklegt sé að smáar árásir Úkraínumanna yfir ána ógni raunverulega stöðu Rússa í héraðinu að svo stöddu. A video appeared online that reportedly shows Ukrainian Defenders raising the Ukrainian flag on the left bank of Dnipro River in Kherson region (temporarily occupied by Russia).Glory to Heroes! Waiting for official confirmation. : TSN pic.twitter.com/EVtrb9D1QM— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) August 29, 2023 Biðja um liðsauka í austri Yfirvöld í Úkraínu hafa kallað eftir borgarar í og við Kúpíansk yfirgefi heimili sín en Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á byggð ból á svæðinu frá því Rússar voru reknir þaðan af Úkraínumönnum síðasta haust. Síðan þá hafa verið gerðar umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á borgina og hefur hún svo gott sem verið lögð í rúst. Borgin er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá landamærunum við Rússland en markmið Rússa með árásum á borgina er talið vera að þvinga Úkraínumenn til að senda liðsauka á svæðið og þannig veikja sókn þeirra í suðri. Á sama tíma vonast Úkraínumenn til þess að þeir geti haldið aftur af Rússum þar til þeir síðarnefndu neyðast til að senda meiri liðsauka til suðurs. Yfirmenn úkraínska hersins á svæðinu hafa þó kallað eftir liðsauka, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá segir í frétt miðilsins að svo virðist sem að margir íbúar á svæðinu hafi neitað að flýja. Af um ellefu þúsund manns hafi eingöngu um 1.400 flúið. Flestir íbúar svæðisins eru löngu flúnir en margir þeirra sem eftir eru eru eldri borgarar sem eiga jafnvel við heilsuvanda að stríða. Þau vilja ekki yfirgefa heimili sín og hafa jafnvel ekkert að fara. Blaðamaður NYT ræddi við 63 ára mann sem sagðist ekki vita hvert hann ætti að fara og að hann væri hjartaveikur. Þar að auki sagðist hann viss um að varnir Úkraínumanna myndu halda. Hann er með lítinn grænmetisgarð og segist hafa aðstoðað hermenn með því að elda fyrir þá og þvo föt þeirra. Fregnir hafa borist af því að bakhjarlar Úkraínu hafi gagnrýnt forsvarsmenn úkraínska hersins og kvatt þá til að setja meiri þunga í sóknirnar í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að úkraínski herinn muni ekki hætt að verja byggðir eins og Kúpíansk. Mannfallið hefur aukist Eins og áður segir er mikil óvissa um mannfall í stríðinu í Úkraínu en hvorki Rússar né Úkraínumenn gefa upp tölur um slíkt. Það virðist þó hafa aukist í sumar. Fréttamaður BBC sem hefur verið á víglínunum í austurhluta Úkraínu en hann heimsótti líkhús í Dónetskhéraði og ræddi meðal annars við fólk sem vinnur þar. Í frétt BBC segir að mannfall hafi aukist í sumar. Kona sem vinnur í líkhúsinu sagði það mjög erfitt að sjá unga menn, sem væru kannski ekki tvítugir. „Þeir voru drepnir. Þeir voru drepnir fyrir þeirra eigin land. Það er það versta. Þú getur ekki vanist þessu en nú snýst þetta bara um að hjálpa þeim að komast aftur heim,“ sagði konan um hina föllnu hermenn. Hún sagði versta daginn sem hún hefði upplifað vera þann þegar lík manns hennar var flutt í líkhúsið. Hann féll í orrustu þann 29. desember. Telja um tvö hundruð þúsund fallna Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, lýsti því yfir nýverið að það gæti verið glæpur að leka upplýsingum um mannfall meðal úkraínskra hermanna. New York Times sagði þó frá því fyrr í mánuðinum að vestanhafs væri talið að mannfallið hefði aukist töluvert í sumar. Bandarískir embættismenn áætluðu að um 120 þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið og allt að 180 þúsund hefðu særst. Úkraínumegin er talið að um sjötíu þúsund hafi fallið og allt að 120 þúsund hafi særst. Einn viðmælandi BBC, yfirmaður nærri Kupíansk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram, sagði að stríðið yrði langt. Hann sagði Vesturlandabúa ekki átta sig á því að Rússar myndu ekki hætta og það væri ekki hægt að semja við þá. Maðurinn, sem kallast Lermontov, hefur verið að berjast frá 2014 en hann spáir því að stríðið muni standa yfir í tíu ár til viðbótar. „Spyrjið Prígósjín“ Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sló á svipaða strengi og Lermontov í í vikunni. Hann var staddur í Frakklandi þegar hann sendi hann þau skilaboð til þeirra sem væru að þrýsta á Úkraínumenn að gera einhverskonar samkomulag við Rússa að þeir ættu fyrst að spyrja Jevgení Prígósjín, eiganda málaliðahópsins Wagner group, að því hvernig honum hefði gengið að semja við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eins og frægt er gerði Prigósjín skammlífa uppreisn gegn Pútín í sumar en hætti svo við í skyndi. Hann samdi við Pútín og átti öryggi hans að vera tryggt. Prígósjín dó þó nýlega ásamt níu öðrum þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Talið er að Prigósjín hafi verið myrtur og hafa spjótin beinst að Pútín. Drónaárásir í Rússlandi Svo virðist sem að drónaárásum Úkraínumanna í Rússlandi hafi farið fjölgandi. Úkraínumenn gerðu árásir á nokkrum stöðum í Rússlandi í nótt og þar á meðal á flugvöllinn í Pskóv, sem er í nærri því þúsund kílómetra fjarlægð frá Kænugarði. Í þeirri árás grönduðu úkraínskir drónar minnst fjórum Il-76 flutningaflugvélum. intense video of air defenses in Pskov overnight. (source: https://t.co/H0xvwUI2my) pic.twitter.com/l2lCCv1OBC— Mike Eckel (@Mike_Eckel) August 30, 2023 Á sama tíma gerðu Rússar umfangsmikla árás á Kænugarð í nótt með eldflaugum og drónum. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar eldflaugarnar niður en tveir sjálfsprengjudrónar munu hafa náð í gegnum varnirnar. Minnst einn íbúi borgarinnar lést en sá mun hafa orðið fyrir braki úr eldflaug. Vladimír Sólóvjóv, ein helsta málpípa Kreml í Rússlandi, velti vöngum yfir því í morgun hvort drónunum sem notaðir voru til árásarinnar á flugstöðina í Pskóv, hefði verið skotið á loft frá Eistlandi. Ef það reyndist rétt sagði hann að þurrka þyrfti Eistland af yfirborði jarðar. Vladimir Solovyov wonders whether the drones that hit a Russian military airfield in Pskov last night were launched from nearby Estonia "If it's true then Estonia must be wiped off the face of the earth!" pic.twitter.com/M8TNUBaEll— Francis Scarr (@francis_scarr) August 30, 2023 Einungis fimm hlébarðar sagðir ónýtir Frá því gagnsóknin hófst hafa Úkraínumenn einungis misst fimm Leopard 2 skriðdreka, af þeim 71 sem þeir hafa fengið. Fleiri hafa skemmst en gert hefur verið við þá eða verið er að gera við þá í Póllandi og í Þýskalandi, samkvæmt frétt Forbes. Þá segir í frétt miðilsins að útlit sé fyrir að allir í áhöfnum þessara skriðdreka, alls tuttugu manns, hafi komist undan á lífi. Frá því úkraínskir hermenn byrjuðu að fá vestræna skrið- og bryndreka hafa þeir ítrekað sagt frá því að þeir verji áhafnir mun betur en gamlir sovéskir skrið- og bryndrekar eða rússneskir, sem Úkraínumenn hafa handsamað. Skotið að rússneskum hermönnum nærri Bakhmut.AP/Libkos Vilja gera Pútín ljóst að aðstoðin hættir ekki Bakhjarlar Úkraínu vinna að því að mynda langtímaáætlanir fyrir aðstoð handa Úkraínumönnum með því markmiði að sannfæra Rússa um að vestrænn stuðningur muni ekki hætta og að þeir geti ekki sigrað Úkraínu. Í frétt Wall Street Journal segir að þessari áætlun sé stýrt af ráðamönnum í bandaríkjunum og í Evrópu og byggi á skuldbindingum sem samþykktar voru á leiðtogafundi G-7 ríkjanna í Litháen í sumar. Auk G-7 ríkjanna sjö hafa átján önnur ríki skrifað undir samkomulag um að styðja Úkraínumenn til langs tíma. Eitt af markmiðum þessarar áætlunar er að tryggja stuðning við Úkraínu til lengri tíma og að festa hann í sessi. Áætlunin er að hluta til sögð til komin vegna áhyggja ráðamanna í Evrópu af því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, setjist aftur að í Hvíta húsinu eftir kosningarnar í nóvember á næsta ári. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er talinn sannfærður um að hann muni geta haldið innrásinni í Úkraínu áfram svo lengi að bakhjarlar Úkraínu gefist upp. Í grein WSJ segir að Evrópumenn óttist sérstaklega að Pútín ætli sér að halda innrásinni áfram út næsta ár og vonist til þess að Repúblikani vinni forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og að það myndi hafa í för með sér að Bandaríkjamenn hætti stuðningi við Úkraínu. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. 25. ágúst 2023 08:50 Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri. 22. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Útlit er fyrir að Úkraínumenn hafi aukið þungann í sókninni við Robotyne en fregnir hafa borist af því að bakhjarlar þeirra hafi hvatt Úkraínumenn til þess á undanförnum vikum. Gagnsókn sem þessi, þar sem úkraínskir hermenn hafa sótt fram gegn skotgröfum og byrgjum Rússa kostar þó sitt og eru uppi spurningar um hve lengi Úkraínumenn geti haldið sókninni áfram. Bakhjarlar Úkraínu vinna á sama tíma að því að finna leiðir til að styðja baráttu ríkisins áfram til lengri tíma. Eins og áður ríkir þó mikil óvissa um mannfall hjá bæði Úkraínumönnum og Rússum. Hart barist við Robotyne Víglínurnar í Úkraínu ekki tekið gífurlegum breytingum í sumar, þó Úkraínumenn hafi verið að sækja hægt og rólega fram í suðurhluta landsins og við Bakhmut, um tíma, en þar virðast hafa hægt mjög á framsókn þeirra. Undanfarna daga hafa þó vendingar átt sér stað nærri Robotyne í Sapórisjíahéraði þar sem Úkraínumenn hafa sótt nokkuð hratt fram. Rússar eru sagðir hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva Úkraínumenn. Á sama tíma hafa þeir einnig verið að sækja fram í austurhluta landsins, nærri Kúpíans í Karkívhéraði. Úkraínskir hermenn á ferðinni í Dónetskhéraði.AP/Libkos Bandaríska hugveitan Institute for the study of war hefur eftir rússneskum herbloggara að Rússar séu senda mikinn fjölda hermanna til Robotyne, sem þykir til marks um að þeir hafi áhyggjur af ástandinu þar. Annar sem vitnað er í segir Rússa eiga í vandræðum með að flytja liðsauka á víglínurnar vegna umfangsmikilla stórskotaliðsárása Úkraínumanna á svæðinu. Um nokkuð skeið hafa borist fregnir af því að úkraínskir hermenn hafi náð staðbundnum yfirburðum á svæðinu þegar kemur að stórskotaliði en þeir virtust setja sér það markmið fyrr í sumar að vinna markvisst að því að granda stórskotaliði Rússa. Hér að neðan má sjá kort frá ISW sem sýna á stöðuna við Robotyne. Ukrainian forces continued to advance east of #Robotyne in western #Zaporizhia Oblast on Aug 29, while continuing to secure positions in Robotyne.Geolocated footage published on Aug 29 showed that Ukrainian forces made advances about 5km SE of Robotyne. https://t.co/qwklCUsoTR https://t.co/nWuWv4pKYr pic.twitter.com/0ovctxcA6C— ISW (@TheStudyofWar) August 30, 2023 Úkraínumenn eru einnig sagðir hafa náð árangri í Kersonhéraði, á austurbakka Dnipróar. Úkraínumenn birtu nýverið myndband af hermönnum flagga fána Úkraínu á austurbakkanum en ISW hefur eftir rússneskum herbloggurum að ástandið þar sé erfitt. Bloggararnir hafa í nokkra daga gagnrýnt varnarmálaráðuneyti Rússlands fyrir að veita hermönnunum í Kerson ekki nægilega aðstoð. Þá var nýverið birt myndband þar sem menn sem sögðust tilheyra herdeildinni sem um ræðir báðu herbloggara um að hætta að ræða skort á stórskotaliði og hergögnum á svæðinu. Herbloggararnir saka ráðuneytið um að hafa sviðsett myndbandið en fregnir hafa borist af því að hermönnum hafi verið refsað fyrir að segja að ástandið í Kerson sé erfitt. Starfsmenn hugveitunnar segja gagnrýni þessara herbloggara líklega ætlað að reyna að koma á breytingum varðandi það hver leiðir sveitir Rússa í Kerson. Ólíklegt sé að smáar árásir Úkraínumanna yfir ána ógni raunverulega stöðu Rússa í héraðinu að svo stöddu. A video appeared online that reportedly shows Ukrainian Defenders raising the Ukrainian flag on the left bank of Dnipro River in Kherson region (temporarily occupied by Russia).Glory to Heroes! Waiting for official confirmation. : TSN pic.twitter.com/EVtrb9D1QM— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) August 29, 2023 Biðja um liðsauka í austri Yfirvöld í Úkraínu hafa kallað eftir borgarar í og við Kúpíansk yfirgefi heimili sín en Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á byggð ból á svæðinu frá því Rússar voru reknir þaðan af Úkraínumönnum síðasta haust. Síðan þá hafa verið gerðar umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á borgina og hefur hún svo gott sem verið lögð í rúst. Borgin er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá landamærunum við Rússland en markmið Rússa með árásum á borgina er talið vera að þvinga Úkraínumenn til að senda liðsauka á svæðið og þannig veikja sókn þeirra í suðri. Á sama tíma vonast Úkraínumenn til þess að þeir geti haldið aftur af Rússum þar til þeir síðarnefndu neyðast til að senda meiri liðsauka til suðurs. Yfirmenn úkraínska hersins á svæðinu hafa þó kallað eftir liðsauka, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá segir í frétt miðilsins að svo virðist sem að margir íbúar á svæðinu hafi neitað að flýja. Af um ellefu þúsund manns hafi eingöngu um 1.400 flúið. Flestir íbúar svæðisins eru löngu flúnir en margir þeirra sem eftir eru eru eldri borgarar sem eiga jafnvel við heilsuvanda að stríða. Þau vilja ekki yfirgefa heimili sín og hafa jafnvel ekkert að fara. Blaðamaður NYT ræddi við 63 ára mann sem sagðist ekki vita hvert hann ætti að fara og að hann væri hjartaveikur. Þar að auki sagðist hann viss um að varnir Úkraínumanna myndu halda. Hann er með lítinn grænmetisgarð og segist hafa aðstoðað hermenn með því að elda fyrir þá og þvo föt þeirra. Fregnir hafa borist af því að bakhjarlar Úkraínu hafi gagnrýnt forsvarsmenn úkraínska hersins og kvatt þá til að setja meiri þunga í sóknirnar í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að úkraínski herinn muni ekki hætt að verja byggðir eins og Kúpíansk. Mannfallið hefur aukist Eins og áður segir er mikil óvissa um mannfall í stríðinu í Úkraínu en hvorki Rússar né Úkraínumenn gefa upp tölur um slíkt. Það virðist þó hafa aukist í sumar. Fréttamaður BBC sem hefur verið á víglínunum í austurhluta Úkraínu en hann heimsótti líkhús í Dónetskhéraði og ræddi meðal annars við fólk sem vinnur þar. Í frétt BBC segir að mannfall hafi aukist í sumar. Kona sem vinnur í líkhúsinu sagði það mjög erfitt að sjá unga menn, sem væru kannski ekki tvítugir. „Þeir voru drepnir. Þeir voru drepnir fyrir þeirra eigin land. Það er það versta. Þú getur ekki vanist þessu en nú snýst þetta bara um að hjálpa þeim að komast aftur heim,“ sagði konan um hina föllnu hermenn. Hún sagði versta daginn sem hún hefði upplifað vera þann þegar lík manns hennar var flutt í líkhúsið. Hann féll í orrustu þann 29. desember. Telja um tvö hundruð þúsund fallna Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, lýsti því yfir nýverið að það gæti verið glæpur að leka upplýsingum um mannfall meðal úkraínskra hermanna. New York Times sagði þó frá því fyrr í mánuðinum að vestanhafs væri talið að mannfallið hefði aukist töluvert í sumar. Bandarískir embættismenn áætluðu að um 120 þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið og allt að 180 þúsund hefðu særst. Úkraínumegin er talið að um sjötíu þúsund hafi fallið og allt að 120 þúsund hafi særst. Einn viðmælandi BBC, yfirmaður nærri Kupíansk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram, sagði að stríðið yrði langt. Hann sagði Vesturlandabúa ekki átta sig á því að Rússar myndu ekki hætta og það væri ekki hægt að semja við þá. Maðurinn, sem kallast Lermontov, hefur verið að berjast frá 2014 en hann spáir því að stríðið muni standa yfir í tíu ár til viðbótar. „Spyrjið Prígósjín“ Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sló á svipaða strengi og Lermontov í í vikunni. Hann var staddur í Frakklandi þegar hann sendi hann þau skilaboð til þeirra sem væru að þrýsta á Úkraínumenn að gera einhverskonar samkomulag við Rússa að þeir ættu fyrst að spyrja Jevgení Prígósjín, eiganda málaliðahópsins Wagner group, að því hvernig honum hefði gengið að semja við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eins og frægt er gerði Prigósjín skammlífa uppreisn gegn Pútín í sumar en hætti svo við í skyndi. Hann samdi við Pútín og átti öryggi hans að vera tryggt. Prígósjín dó þó nýlega ásamt níu öðrum þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Talið er að Prigósjín hafi verið myrtur og hafa spjótin beinst að Pútín. Drónaárásir í Rússlandi Svo virðist sem að drónaárásum Úkraínumanna í Rússlandi hafi farið fjölgandi. Úkraínumenn gerðu árásir á nokkrum stöðum í Rússlandi í nótt og þar á meðal á flugvöllinn í Pskóv, sem er í nærri því þúsund kílómetra fjarlægð frá Kænugarði. Í þeirri árás grönduðu úkraínskir drónar minnst fjórum Il-76 flutningaflugvélum. intense video of air defenses in Pskov overnight. (source: https://t.co/H0xvwUI2my) pic.twitter.com/l2lCCv1OBC— Mike Eckel (@Mike_Eckel) August 30, 2023 Á sama tíma gerðu Rússar umfangsmikla árás á Kænugarð í nótt með eldflaugum og drónum. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar eldflaugarnar niður en tveir sjálfsprengjudrónar munu hafa náð í gegnum varnirnar. Minnst einn íbúi borgarinnar lést en sá mun hafa orðið fyrir braki úr eldflaug. Vladimír Sólóvjóv, ein helsta málpípa Kreml í Rússlandi, velti vöngum yfir því í morgun hvort drónunum sem notaðir voru til árásarinnar á flugstöðina í Pskóv, hefði verið skotið á loft frá Eistlandi. Ef það reyndist rétt sagði hann að þurrka þyrfti Eistland af yfirborði jarðar. Vladimir Solovyov wonders whether the drones that hit a Russian military airfield in Pskov last night were launched from nearby Estonia "If it's true then Estonia must be wiped off the face of the earth!" pic.twitter.com/M8TNUBaEll— Francis Scarr (@francis_scarr) August 30, 2023 Einungis fimm hlébarðar sagðir ónýtir Frá því gagnsóknin hófst hafa Úkraínumenn einungis misst fimm Leopard 2 skriðdreka, af þeim 71 sem þeir hafa fengið. Fleiri hafa skemmst en gert hefur verið við þá eða verið er að gera við þá í Póllandi og í Þýskalandi, samkvæmt frétt Forbes. Þá segir í frétt miðilsins að útlit sé fyrir að allir í áhöfnum þessara skriðdreka, alls tuttugu manns, hafi komist undan á lífi. Frá því úkraínskir hermenn byrjuðu að fá vestræna skrið- og bryndreka hafa þeir ítrekað sagt frá því að þeir verji áhafnir mun betur en gamlir sovéskir skrið- og bryndrekar eða rússneskir, sem Úkraínumenn hafa handsamað. Skotið að rússneskum hermönnum nærri Bakhmut.AP/Libkos Vilja gera Pútín ljóst að aðstoðin hættir ekki Bakhjarlar Úkraínu vinna að því að mynda langtímaáætlanir fyrir aðstoð handa Úkraínumönnum með því markmiði að sannfæra Rússa um að vestrænn stuðningur muni ekki hætta og að þeir geti ekki sigrað Úkraínu. Í frétt Wall Street Journal segir að þessari áætlun sé stýrt af ráðamönnum í bandaríkjunum og í Evrópu og byggi á skuldbindingum sem samþykktar voru á leiðtogafundi G-7 ríkjanna í Litháen í sumar. Auk G-7 ríkjanna sjö hafa átján önnur ríki skrifað undir samkomulag um að styðja Úkraínumenn til langs tíma. Eitt af markmiðum þessarar áætlunar er að tryggja stuðning við Úkraínu til lengri tíma og að festa hann í sessi. Áætlunin er að hluta til sögð til komin vegna áhyggja ráðamanna í Evrópu af því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, setjist aftur að í Hvíta húsinu eftir kosningarnar í nóvember á næsta ári. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er talinn sannfærður um að hann muni geta haldið innrásinni í Úkraínu áfram svo lengi að bakhjarlar Úkraínu gefist upp. Í grein WSJ segir að Evrópumenn óttist sérstaklega að Pútín ætli sér að halda innrásinni áfram út næsta ár og vonist til þess að Repúblikani vinni forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og að það myndi hafa í för með sér að Bandaríkjamenn hætti stuðningi við Úkraínu.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. 25. ágúst 2023 08:50 Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri. 22. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16
Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. 25. ágúst 2023 08:50
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri. 22. ágúst 2023 22:30