„Það er allt í lagi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 11:05 Jevgení Prígósjín í Afríku, skömmu áður en hann dó. Gray Zone Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16