Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 16:19 Andrew Tate, bróðir hans og tveir aðrir hafa verið ákærðir í Rúmeníu. EPA/ROBERT GHEMENT Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03