Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 19:10 Danny Masterson var dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum. AP/Wade Payne Danny Masterson, leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í That ´70 Show, hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Masterson var sakfelldur í vor fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar.
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira