Ár frá andláti Elísabetar og Karli vegnar bara nokkuð vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 11:32 Karl og Camilla sóttu Royal Ascot í júní síðastliðnum. epa/Neil Hall Ár er liðið frá því að Karl III tók við konungstigninni af móður sinni Elísabetu II Bretadrottningu, við fráfall hennar hinn 8. september 2022. Karl virðist hafa tekist nokkuð vel að feta í fótspor móður sinnar en nýtur engu að síður töluvert minni vinsælda. Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott. Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott.
Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“