Ár frá andláti Elísabetar og Karli vegnar bara nokkuð vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 11:32 Karl og Camilla sóttu Royal Ascot í júní síðastliðnum. epa/Neil Hall Ár er liðið frá því að Karl III tók við konungstigninni af móður sinni Elísabetu II Bretadrottningu, við fráfall hennar hinn 8. september 2022. Karl virðist hafa tekist nokkuð vel að feta í fótspor móður sinnar en nýtur engu að síður töluvert minni vinsælda. Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott. Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott.
Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira