Óttar fer með himinskautum Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 8. september 2023 17:01 Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun