Kim heitir Pútín fullum stuðningi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 18:18 Vladimír Pútín og Kim Jong Un virtust ánægðir með að hittast í morgun. AP/Vladimir Smirnov Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49
Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56