Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 08:57 Sólarupprás í Þýskalandi. epa/Martin Schutt Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra. Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum. Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum.
Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira