Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2023 14:00 Styttan af Hachiko fyrir utan lestarstöðina í Shibuya í Tókýó. flickr Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó. Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma. Japan Hundar Dýr Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma.
Japan Hundar Dýr Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira