Höfðu varað við „geðsjúkri hegðun“ byssumannsins Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 12:03 Maðurinn skaut þrjá til bana og kveikti elda áður en hann var handtekinn. EPA/BAS CZERWINSKI Búið var að vara við árásarmanninum í Rotterdam. Saksóknarar höfðu sent háskólasjúkrahúsi þar sem hann var nemandi viðvörun vegna hegðunar hans. Maðurinn, sem er 32 ára gamall, framdi tvær skotárásir í Hollandi í gær þar sem hann skaut þrjá til bana. Maðurinn heitir Fouad L en hann skaut 39 ára nágrannakonu og fjórtán ára dóttur hennar til bana. Því næst skaut hann 43 ára kennara við Erasmus háskólasjúkrahúsið til bana. Maðurinn er einnig sagður hafa kveikt í bæði húsi konunnar og sjúkrahúsinu en hann var handtekinn þegar hann reyndi að flýja frá sjúkrahúsinu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er til rannsóknar. Í tölvupósti sem sendur var til stjórnenda skólans voru þeir varaðir við því að Fouad L hefði sýnt „geðsjúka hegðun“ og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Þar að auki höfðu nágrannar hans kvartað yfir því hvernig hann kæmi fram við dýr. Samkvæmt frétt Reuters er óljóst hvenær bréfið var sent. Árásarmaðurinn er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Árið 2021 var hann sakfelldur fyrir að misþyrma dýrum. BBC segir að í áðurnefndum tölvupósti sé lagt til að Fouad L ætti mögulega ekki að fá prófgráðu frá háskólasjúkrahúsinu. Hann hafði sjálfur birt póstinn á Internetinu og sagði kennara skólans reyna að grafa undan sér. Í færslunni sagðist hann hafa verið rekinn vegna þess að hann hefði ekki fengið prófgráðu og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Fregnir hafa borist af því að konan sem hann myrti hafi kvartað undan honum við lögreglu en það hefur ekki verið staðfest. Holland Tengdar fréttir Skotárás í Rotterdam: Þrír látnir og byssumaður handtekinn 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið. 28. september 2023 16:22 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Maðurinn heitir Fouad L en hann skaut 39 ára nágrannakonu og fjórtán ára dóttur hennar til bana. Því næst skaut hann 43 ára kennara við Erasmus háskólasjúkrahúsið til bana. Maðurinn er einnig sagður hafa kveikt í bæði húsi konunnar og sjúkrahúsinu en hann var handtekinn þegar hann reyndi að flýja frá sjúkrahúsinu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er til rannsóknar. Í tölvupósti sem sendur var til stjórnenda skólans voru þeir varaðir við því að Fouad L hefði sýnt „geðsjúka hegðun“ og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Þar að auki höfðu nágrannar hans kvartað yfir því hvernig hann kæmi fram við dýr. Samkvæmt frétt Reuters er óljóst hvenær bréfið var sent. Árásarmaðurinn er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Árið 2021 var hann sakfelldur fyrir að misþyrma dýrum. BBC segir að í áðurnefndum tölvupósti sé lagt til að Fouad L ætti mögulega ekki að fá prófgráðu frá háskólasjúkrahúsinu. Hann hafði sjálfur birt póstinn á Internetinu og sagði kennara skólans reyna að grafa undan sér. Í færslunni sagðist hann hafa verið rekinn vegna þess að hann hefði ekki fengið prófgráðu og að hann ætti við áfengisvanda að stríða. Fregnir hafa borist af því að konan sem hann myrti hafi kvartað undan honum við lögreglu en það hefur ekki verið staðfest.
Holland Tengdar fréttir Skotárás í Rotterdam: Þrír látnir og byssumaður handtekinn 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið. 28. september 2023 16:22 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Skotárás í Rotterdam: Þrír látnir og byssumaður handtekinn 32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið. 28. september 2023 16:22