Lóguðu þremur ágengum björnum þar sem árásum hefur fjölgað Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 15:10 Birna í búri í Misato í Japan. Björninn var felldur þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa honum aftur út í náttúruna. AP/Kyodo News Lóga þurfti þremur ágengum björnum sem höfðu komið sér fyrir inn í tatami-mottuverksmiðju í norðanverðu Japan. Bjarnaárásum hefur fjölgað mjög á svæðinu og hafa embættismenn kallað eftir breytingum á reglum svo hægt sé að berjast gegn björnum. Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi. Japan Dýr Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi.
Japan Dýr Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira